ÁSTVALDUR ZENKI
  • Heim
  • Ráðgjöf
  • Námskeið
  • Ástvaldur Zenki
  • Hafðu samband
  • Podcast

Námskeið

Ekki of seint að eig hamingjuríka æsku - 21. október 2023

Skapandi og áhrifaríkt ferðalag í gegnum æfingar, hugleiðslu og tónlist. Með því að bera  kennsl á og tengjast eigin tilfinningum og hugsunum getum við breytt því hvernig við upplifum og bregðumst við í samskiptum og samböndum. Með auknum skilningi og tengslum við okkur sjálf höfum við möguleika á að leysa upp  gömul og óheilbrigð samskiptamynstur, (meðvirkni) sem eiga sér oft djúpar rætur. Athyglinni er beint inn á við með mildi, einlægni og af forvitni. Birtingarmyndir í daglegu lífi eru  m.a. lítið sjálfsvirði og erfiðleikar með að setja skýr og heilbrigð mörk.

Hvenær:  21. október 2023
Tími: 09.30 - 16:30
Hvar: Vallakór 4, Kópavogi
Verð: 40.000.-
Hámark 10 þátttakendur

Nánari upplýsingar: heillheimur@heillheimur.is og í síma 697 4545

Kennarar:
Gy
ða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur EMPH. Gyða er sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody. Hún hefur iðkað Zen hugleiðslu í 20 ár og starfar sem meðferðaraðili,  kennari og fyrirlesari á sviði meðvirkni og núvitundar.
​
Ástvaldur Zenki Traustason er Zen kennari og tónlistarmaður. Hann  hefur lokið kennaraþjálfun í Japan og er viðurkenndur Zen kennari í Soto Zen.

Umsagnir um námskeiðið:
"Mig langar til að þakka ykkur aftur innilega fyrir námskeiðið, þetta var mjög óvænt og mögnuð upplifun. Áhrifin komu strax í ljós og svo hefur úrvinnslan haldið áfram jafnt og þétt.  Alltaf eitthvað nýtt sem ég er að uppgötva sem ég tengi svo við það sem kom fram á námskeiðunu með ykkur.„

"Námskeiðið var algjörlega magnað og dýpkaði þá sjálfsvinnu sem fram hefur farið í einkaráðgjöf. Leiðbeinendum tókst svo vel að skapa andrúmsloft byggt á trausti, sem er algjörlega forsenda hópavinnu sem þessarar.„

"Þetta námskeið tók á en var á sama tíma svo merkilega ljúft. Mildi og innsæi Gyðu og Ástvaldar í bland við styrka leiðsögn vakti upp tengsl við óræktaðan hluta sjálfrar mín sem ég vissi ekki að ég þyrfti svona mikið á að halda.„
Picture
Hafðu samband
  • Heim
  • Ráðgjöf
  • Námskeið
  • Ástvaldur Zenki
  • Hafðu samband
  • Podcast