Salt - Leið samkenndar og vakandi athygli
SALT er leið til sjálfsþekkingar sem byggir á búddískri kennslu og hugleiðslu, samkennd, djúpum skilningi og sátt. Leið sem hjálpar okkur að sjá skýrt og verða meðvituð um hið ómeðvitaða. Þannig getum við tekist á við erfiðar tilfinningar og hugsanir sem valda okkur vanlíðan og koma í veg fyrir að við döfnum í lífi og starfi.
Það er mikill umbreytingarkraftur fólginn í því að sjá það sem er, skoða það með einlægum og opnum huga og sleppa því svo í mildi og kærleika.
Markmiðið er vitundarvakning - að losna undan oki hugsana og tilfinninga og vera ekki lengur undir þeirra stjórn. Læra að treysta lífinu, sem kann að lifa og lifa heil og í sátt.
Það er mikill umbreytingarkraftur fólginn í því að sjá það sem er, skoða það með einlægum og opnum huga og sleppa því svo í mildi og kærleika.
Markmiðið er vitundarvakning - að losna undan oki hugsana og tilfinninga og vera ekki lengur undir þeirra stjórn. Læra að treysta lífinu, sem kann að lifa og lifa heil og í sátt.